Lífið

Hailey Bieber opnar sig um kynlífið og Selenu Gomez dramað

Elísabet Hanna skrifar
Hailey blæs á allar sögusagnir um það að illt sé á milli hennar og Selenu Gomez.
Hailey blæs á allar sögusagnir um það að illt sé á milli hennar og Selenu Gomez. Getty/Gotham/Tibrina Hobson

Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig um kynlíf sitt og eiginmannsins Justin Bieber í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Þar segist hún einnig hafa rætt málin með fyrrverandi kærustu kappans, Selenu Gomez, eftir að hún gekk í hjónaband með Justin. 

Talaði við Selenu Gomez

Nýlega fögnuðu þau Justin og Hailey fjögurra ára brúðkaupsafmæli. Þrátt fyrir það virðast aðdáendur fyrrverandi kærustu hans eru enn sannfærðir um það að Hailey hafi stolið honum af Selenu á sínum tíma. Líkt og kunnugt er voru Justin og Selena sundur og saman í átta ár frá árinu 2010 og til 2018, sama ár og hann giftist Hailey.

„Ég virði hana, það er persónulega ekkert drama,“ sagði Hailey um Selenu. Hún segir þær hafa rætt málin sín á milli og að allt hafi verið útskýrt frá báðum hliðum og núna sé ekkert nema ást og virðing á milli þeirra. Hún segist aldrei hafa verið með söngvaranum á meðan hann hafi verið í sambandi með annarri konu. 

Talaði um kynlífið

Alex Cooper, sem tók viðtalið, spurði Hailey hvort að hjónin væru meira fyrir það að stunda kynlíf á kvöldin eða morgnanna. Hailey sagði að þau væru virkari á kvöldin en að morgnarnir séu líka góðir. Fyrirsætan sagði að það væri skrítið að ræða þetta þar sem foreldrar hennar ættu eftir að hlusta á viðtalið. 

Þegar hún var spurð hvort að einhver þriðji aðili hafi reynt að komast með þeim í svefnherbergið sagði Hailey það aldrei hafa gerst. „Það er fyndið því mér finnst þessar hugmyndir geta verið mjög skemmtilegar og hljómað mjög spennandi,“ sagði hún áður en hún sagði það þó ekki henta þeirra sambandi. Hún segir þau hafa haft mikið fyrir því að komast á góðann stað varðandi traust og að þetta sé ekki eitthvað sem hún væri tilbúin að opna á. 

Aðspurð hver væri hennar uppáhalds stelling í svefnherberginu reyndi Hailey að forðast spurninguna og sagði að það væri alltaf eitthvað nýtt hjá þeim. Að lokum sagðist hún þó vera hrifin að svokallaðir „doggy-style“ stellingu. Hún sagði kossa og nánd kveikja mest í sér. 

Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:


Tengdar fréttir

Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli

Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.