Innlent

Krefjast á­fram­haldandi gæslu­varð­halds

Bjarki Sigurðsson skrifar
Karl Steinar Valsson á upplýsingafundi varðandi málið í síðustu viku. 
Karl Steinar Valsson á upplýsingafundi varðandi málið í síðustu viku.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir einum þeirra sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við mögulega hryðjuverkaógn. Búið er að boða til blaðamannafundar á morgun klukkan þrjú.

Fjórir menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald, einn í einnar viku og annar í tveggja vikna.

Gæsluvarðhald yfir fyrri manninum rennur út á morgun en fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum.

Upphaflega átti upplýsingafundur lögreglunnar að fara fram í dag en honum var síðan frestað til morguns. Í tilkynningunni segir að hann fari fram á morgun klukkan þrjú.

Lagt var hald á tugi skotvopna og þrívíddarprentara í aðgerðum lögreglu en mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopn í þeim. Lögreglan hefur hingað til lítið tjáð sig um málið fyrir utan blaðamannafund sem haldinn var á fimmtudaginn í síðustu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×