Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 08:54 Kona gengur fram hjá fyrirsögn sem segir að pundið sé í sögulegri lægð vegna skattalækkanaáforma ríkisstjórnarinnar í London í gær. AP/Frank Augstein Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. Ríkisstjórn Liz Truss kynnti áform um 45 milljarða punda skattalækkanir til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á föstudag. Ekki er gert ráð fyrir neinum niðurskurði ríkisútgjalda á móti og ríkisstjórnin lagði ekki mat á kostnað við lækkunina. Gagnrýnendur telja þær munu auka skuldir ríkissjóðs og verðbólgu sem er þegar sú mesta í nærri því fjörutíu ár. Í yfirlýsingu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér kom fram að sjóðurinn mælti ekki með stórum og almennum útgjaldapökkum í ljósi mikils verðbólguþrýstings víða. Mikilvægt væri að fjármálaáætlanir stjórnvalda stönguðust ekki á við peningamálastefnuna. Líklegt væri að skattalækkanirnar í Bretlandi ættu eftir að auka ójöfnuð. Breska stjórnin hefur boðað ítarlegri fjármálaáætlun og sjálfstætt kostnaðarmat fyrir 23. nóvember. Hún segist vinna að því að efla hagkerfið til að bæta lífsgæði allra. Sjóðurinn segir að þá gefist henni tækifæri til að endurskoða skattalækkanirnar og leggja fram markvissari aðgerðir, sérstaklega skattalækkanir sem gagnast þeim tekjuhæstu. Gengi breska pundsins féll eftir yfirlýsingu AGS í morgun en það hefur aldrei staðið eins veikt gegn Bandaríkjadollara og nú. Breskar fjármálastofnanir skrúfuðu fyrir útlán til fasteignakaupa eða fækkuðu lánavalkostum tímabundið vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í gær. Seðlabanki Englands boðar að hann muni hækka stýrivexti eins mikið og þurfa þykir til að ná böndum á verðbólguna í landinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Bretland Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Ríkisstjórn Liz Truss kynnti áform um 45 milljarða punda skattalækkanir til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á föstudag. Ekki er gert ráð fyrir neinum niðurskurði ríkisútgjalda á móti og ríkisstjórnin lagði ekki mat á kostnað við lækkunina. Gagnrýnendur telja þær munu auka skuldir ríkissjóðs og verðbólgu sem er þegar sú mesta í nærri því fjörutíu ár. Í yfirlýsingu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér kom fram að sjóðurinn mælti ekki með stórum og almennum útgjaldapökkum í ljósi mikils verðbólguþrýstings víða. Mikilvægt væri að fjármálaáætlanir stjórnvalda stönguðust ekki á við peningamálastefnuna. Líklegt væri að skattalækkanirnar í Bretlandi ættu eftir að auka ójöfnuð. Breska stjórnin hefur boðað ítarlegri fjármálaáætlun og sjálfstætt kostnaðarmat fyrir 23. nóvember. Hún segist vinna að því að efla hagkerfið til að bæta lífsgæði allra. Sjóðurinn segir að þá gefist henni tækifæri til að endurskoða skattalækkanirnar og leggja fram markvissari aðgerðir, sérstaklega skattalækkanir sem gagnast þeim tekjuhæstu. Gengi breska pundsins féll eftir yfirlýsingu AGS í morgun en það hefur aldrei staðið eins veikt gegn Bandaríkjadollara og nú. Breskar fjármálastofnanir skrúfuðu fyrir útlán til fasteignakaupa eða fækkuðu lánavalkostum tímabundið vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í gær. Seðlabanki Englands boðar að hann muni hækka stýrivexti eins mikið og þurfa þykir til að ná böndum á verðbólguna í landinu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Bretland Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira