„Ég var skelfingu lostinn“ Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. september 2022 19:35 Ken Jones hefur verið fastur í Möðrudölum í tæpan sólarhring. Vísir Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. Einhverjir ferðamannanna bíða enn í Möðrudal en bílaleigur ferðamannanna vinna nú hörðum höndum að því að útvega þeim nýja bíla. Rúður í nánast hverjum einasta bíl á svæðinu eru nefnilega sprungnar og standa þeir yfirgefnir við veitingastaðinn Beitarhúsið á Möðrudalsöræfum. Ken Jones er einn þeirra sem situr fastur í Möðrudal. „Um leið og við komum þangað fundum við fyrir grjótfokinu. Ég held að þriðja rokan hafi brotið hliðargluggana bílstjóramegin. Ég tel mig heppinn að hafa ekki meiðst,“ segir Ken í samtali við fréttastofu en hann var sjálfur að keyra þegar óveðrið skall á. Bílarnir í Möðrudölum allir mikið tjónaðir eftir veðrið.Friðrik Árnason Varstu hræddur á einhverju augnabliki? „Ég var skelfingu lostinn. Þetta var mjög slæmt. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Ken íhugar nú að framlengja ferð sína á landinu til þess að hann muni ekki eftir Íslandsferðinni sem slæmri ferð. Bæði bílaleigan og ferðaþjónustan sem hann bókaði ferðina hingað til lands með leita nú að leiðum til að aðstoða hann en hann kom hingað á fimmtudaginn í síðustu viku. „Kannski ætti að fræða fólk betur um veðrið. Svo við vitum hverju má eiga von á. En ég býst við því að svona sé sjaldgæft. Ég er nánast ánægður að hafa fengið að vera hluti af þessu, en á sama tíma ekki,“ segir Ken. Óveðrið skall hvað harðast á Austurland en þar eru gular viðvaranir enn í gildi. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en veðrið var hvað verst á Reyðarfirði og hefur enn ekki lægt. „Við vorum með fjóra hópa úti frá okkur, svo fengum við aðstoð frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Við fengum tvo hópa frá Norðfirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þetta gerðist allt á einum klukkutíma, þá var allt orðið brjálað í bænum,“ segir Hjalti Þórarinn Ásmundsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði, í samtali við fréttastofu. Hjalti Þórarinn Ásmundsson er varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði.Vísir Eignatjón virðist hlaupa á hundruð milljónum króna, ef marka má samtöl við bæði eigendur og fulltrúa tryggingafélaga. Allar hurðir á slökkviliðsstöðinni og einn útveggurinn sprakk upp og sama gerðist hjá Eimskipum, vélaverkstæðinu Launafli og á höfninni. Þar sprakk allt í tætlur, það var eins og búið væri að varpa handsprengju þarna niður. Það er stórtjón, hundruð milljóna held ég,“ segir Hjalti. Veðrið lék einnig íbúa Seyðisfjarðar grátt.Hafþór Harðarson Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að veðrið sé að mörgu leiti óvenjulegt sé það ekki einstakt. Það líða svona einvherjir áratugir á milli þess sem þetta gerist á hverjum stað. Ekki síst ef við miðum við árstímann. Enga síður þá er þetta veður ekkert einstakt, þetta er eitthvað sem við getum búist við endrum og sinnum. Við höfum allmörg dæmi úr fortíðinni en það er skiljanlegt að fólk á miðjum aldri og yngra fólk muni ekki eftir þessu,“ segir Trausti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir veðrið ekki vera einstakt.Vísir Veður Óveður 25. september 2022 Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Einhverjir ferðamannanna bíða enn í Möðrudal en bílaleigur ferðamannanna vinna nú hörðum höndum að því að útvega þeim nýja bíla. Rúður í nánast hverjum einasta bíl á svæðinu eru nefnilega sprungnar og standa þeir yfirgefnir við veitingastaðinn Beitarhúsið á Möðrudalsöræfum. Ken Jones er einn þeirra sem situr fastur í Möðrudal. „Um leið og við komum þangað fundum við fyrir grjótfokinu. Ég held að þriðja rokan hafi brotið hliðargluggana bílstjóramegin. Ég tel mig heppinn að hafa ekki meiðst,“ segir Ken í samtali við fréttastofu en hann var sjálfur að keyra þegar óveðrið skall á. Bílarnir í Möðrudölum allir mikið tjónaðir eftir veðrið.Friðrik Árnason Varstu hræddur á einhverju augnabliki? „Ég var skelfingu lostinn. Þetta var mjög slæmt. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Ken íhugar nú að framlengja ferð sína á landinu til þess að hann muni ekki eftir Íslandsferðinni sem slæmri ferð. Bæði bílaleigan og ferðaþjónustan sem hann bókaði ferðina hingað til lands með leita nú að leiðum til að aðstoða hann en hann kom hingað á fimmtudaginn í síðustu viku. „Kannski ætti að fræða fólk betur um veðrið. Svo við vitum hverju má eiga von á. En ég býst við því að svona sé sjaldgæft. Ég er nánast ánægður að hafa fengið að vera hluti af þessu, en á sama tíma ekki,“ segir Ken. Óveðrið skall hvað harðast á Austurland en þar eru gular viðvaranir enn í gildi. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en veðrið var hvað verst á Reyðarfirði og hefur enn ekki lægt. „Við vorum með fjóra hópa úti frá okkur, svo fengum við aðstoð frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Við fengum tvo hópa frá Norðfirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þetta gerðist allt á einum klukkutíma, þá var allt orðið brjálað í bænum,“ segir Hjalti Þórarinn Ásmundsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði, í samtali við fréttastofu. Hjalti Þórarinn Ásmundsson er varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði.Vísir Eignatjón virðist hlaupa á hundruð milljónum króna, ef marka má samtöl við bæði eigendur og fulltrúa tryggingafélaga. Allar hurðir á slökkviliðsstöðinni og einn útveggurinn sprakk upp og sama gerðist hjá Eimskipum, vélaverkstæðinu Launafli og á höfninni. Þar sprakk allt í tætlur, það var eins og búið væri að varpa handsprengju þarna niður. Það er stórtjón, hundruð milljóna held ég,“ segir Hjalti. Veðrið lék einnig íbúa Seyðisfjarðar grátt.Hafþór Harðarson Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að veðrið sé að mörgu leiti óvenjulegt sé það ekki einstakt. Það líða svona einvherjir áratugir á milli þess sem þetta gerist á hverjum stað. Ekki síst ef við miðum við árstímann. Enga síður þá er þetta veður ekkert einstakt, þetta er eitthvað sem við getum búist við endrum og sinnum. Við höfum allmörg dæmi úr fortíðinni en það er skiljanlegt að fólk á miðjum aldri og yngra fólk muni ekki eftir þessu,“ segir Trausti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir veðrið ekki vera einstakt.Vísir
Veður Óveður 25. september 2022 Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira