Fótbolti

Stoltur af því að hafa selt partíglaðan Ronaldo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo lét gott partí aldrei framhjá sér fara.
Ronaldo lét gott partí aldrei framhjá sér fara. epa

Fabio Capello kveðst vera stoltur af því að hafa selt Brasilíumanninn Ronaldo frá Real Madrid vegna lífstíls hans.

Capello tók við Real Madrid í annað sinn 2006. Hann notaði Ronaldo lítið og seldi hann svo til AC Milan. Capello fannst Ronaldo njóta ljúfa lífsins helst til of mikið.

„Ég man að Silvio Berlusconi [fyrrverandi eigandi Milan] hringdi í mig til að spyrja um Ronaldo. Ég sagði að hann æfði ekki einu sinni sjálfur, partí og konur væru honum ofarlega í huga og það væru því mistök að kaupa hann,“ sagði Capello.

„Næsta dag sá ég frétt um að Ronaldo væri í Mílanó og mér fannst það fyndið,“ bætti Ítalinn við.

Real Madrid varð spænskur meistari undir stjórn Capellos tímabilið 2006-07. Leikstíll liðsins þótti þó ekki nógu skemmtilegur og Capello var tekinn. Hann tók í kjölfarið við enska landsliðinu.

Ronaldo skoraði 83 mörk í 127 leikjum fyrir Real Madrid. Félagið keypti hann frá Inter eftir frábæra frammistöðu hans á HM 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.