Segir ekki rétt að þau hafi einfaldlega látið af störfum: „Við vorum rekin!“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 23:30 Rakel Logadóttir og Jón Steindór Þorsteinsson tóku við Fylki í október á seinasta ári. Facebook/Íþróttafélagið Fylkir Rakel Logadóttir og Jón Steindór Þorsteinsson tóku við kvennaliði Fylkis í október á seinasta ári. Þau voru látin fara frá félaginu fyrr í dag, en Rakel segir það ekki rétt að þau hafi einfaldlega „látið af störfum.“ Rakel og Jón skrifuðu undir tveggja ára starfssamning við Fylki í fyrra eftir að liðið féll úr efstu deild. Liðið hafnaði hins vegar aðeins í sjötta sæti Lengjudeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og voru Rakel og Jón því látin fara. Var þetta tilkynnt á samfélagsmiðlum Fylkis eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar kemur einnig fram að Fylkir sé nú í leit að nýju þjálfarateymi og að það muni skýrast á næstu vikum hver tekur við keflinu af Rakeli og Jóni. Eins og gengur og gerist birtu hinir ýmsu miðlar greinar um starfslok þeirra Rakelar og Jóns. Lesa mátti bæði á Fótbolti.net og mbl.is að þau hafi einfaldlega látið af störfum. Rakel birti hins vegar færslu á Twitter-síðu sinni í kvöld þar sem hún virðist eitthvað ósátt við orðavalið í greinunum, sem og í yfirlýsingu Fylkis. „Við létum ekkert af störfum. Við vorum rekin! Hressandi!“ skrifaði Rakel og virðist þar með vera að benda á að hún og Jón hafi ekki sjálfviljug sagt starfi sínu lausu eins og einhverjir gætu skilið yfirlýsinguna, heldur hafi knattspyrnudeild Fylkis gert þeim að taka poka sinn. Við létum ekkert af störfum. Við vorum rekin! Hressandi! https://t.co/P1f5XT67u9 https://t.co/ntXhRLFapo— Rakel Logadóttir (@rakelloga) September 22, 2022 Fótbolti Fylkir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Rakel og Jón skrifuðu undir tveggja ára starfssamning við Fylki í fyrra eftir að liðið féll úr efstu deild. Liðið hafnaði hins vegar aðeins í sjötta sæti Lengjudeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og voru Rakel og Jón því látin fara. Var þetta tilkynnt á samfélagsmiðlum Fylkis eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar kemur einnig fram að Fylkir sé nú í leit að nýju þjálfarateymi og að það muni skýrast á næstu vikum hver tekur við keflinu af Rakeli og Jóni. Eins og gengur og gerist birtu hinir ýmsu miðlar greinar um starfslok þeirra Rakelar og Jóns. Lesa mátti bæði á Fótbolti.net og mbl.is að þau hafi einfaldlega látið af störfum. Rakel birti hins vegar færslu á Twitter-síðu sinni í kvöld þar sem hún virðist eitthvað ósátt við orðavalið í greinunum, sem og í yfirlýsingu Fylkis. „Við létum ekkert af störfum. Við vorum rekin! Hressandi!“ skrifaði Rakel og virðist þar með vera að benda á að hún og Jón hafi ekki sjálfviljug sagt starfi sínu lausu eins og einhverjir gætu skilið yfirlýsinguna, heldur hafi knattspyrnudeild Fylkis gert þeim að taka poka sinn. Við létum ekkert af störfum. Við vorum rekin! Hressandi! https://t.co/P1f5XT67u9 https://t.co/ntXhRLFapo— Rakel Logadóttir (@rakelloga) September 22, 2022
Fótbolti Fylkir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira