Fótbolti

Lék sinn fyrsta landsleik 38 ára og hélt hreinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Remko Pasveer lék sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Remko Pasveer lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Vísir/Getty

Hollendingar héldu sæti sínu á toppi riðils fjögur í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta er liðið vann 0-2 útisigur gegn Pólverjum í kvöld. Hinn 38 ára gamli Remko Pasveer stóð vaktina í marki Hollendinga, en hann var að leika sinn fyrsta landsleik á ferlinum.

Pasveer ræðst greinilega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en nú í sínum fyrsta landsleik var hann að mæta pólsku markamaskínunni Robert Lewandowski.

Það var þó ekki Lewandowski sem sá um markaskorunina í kvöld því það voru gestirnir frá Hollandi sem tóku forystuna eftir tæplega 15 mínútna leik með marki frá Cody Gakpo.

Steven Bergwijn, fyrrverandi leikmaður Tottenham, bætti svo öðru marki við fyrir Hollendinga á 60. mínútu wftir stoðsendingu frá öðrum fyrrverandi leikmanni Tottenham, Vincent Janssen.

Ekki urðu mörkin fleiri og Hollendingar fögnuðu því öruggum 0-2 sigri. Hollendingar sitja því enn á toppi riðilsins með 13 stig eftir fimm leiki, þremur stigum meira en Belgar sem sitja í öðru sæti. Hollendingar og Belgar mætast í lokaumferð riðilsins næstkomandi sunnudag í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins.

Úrslit kvöldsins

A-deild, riðill 1:

Króatía 2-1 Danmörk

Frakkland 2-0 Austurríki

A-deild, riðill 4:

Belgía 2-1 Wales

Pólland 0-2 Holland

C-deild, riðill 1:

Litháen 1-1 Færeyjar

Tyrkland 3-3 Lúxemborg

C-deild, riðill 3:

Kasakstan 2-1 Hvíta-Rússland

Slóvakía 1-2 Asebaídsjan

D-deild, riðill 1:

Lettland 1-2 Moldavía

Liechtenstein 0-2 Andorra
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.