Innlent

Sló starfs­menn í­trekað með flötum og krepptum hnefa

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í innandyra í verslun 10-11 við Laugaveg.
Árásin átti sér stað í innandyra í verslun 10-11 við Laugaveg. 10/11

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann verslunar 10-11 við Laugaveg í Reykjavík í febrúar 2021.

Í ákæru kom fram að maðurinn hafi ítrekað slegið starfsmanninn í andlit, ýmist með flötum eða krepptum hnefa.

Maðurinn játaði skýlaust brot sín og var það virt til mildunar refsingar. Sagðist maðurinn iðrast verknaðarins og segir hegðun sína á verknaðarstundu hafa litast af fíknievanda sem hann glímdi við. Þá hafi hann ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot.

„Á móti kemur að ákærði réðst af tilefnislausu á brotaþola sem var við störf og gaf honum réttmæt fyrirmæli,“ segir í dómnum þó að ekki sé tekið fram hvaða fyrirmæli hafi verið um að ræða.

Í dómsorðum kemur fram að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að loknum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×