Forystufólk Flokks fólksins fyrir norðan. Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor.Flokkur fólksins
Karlmenn sem sátu á lista flokks fólksins á Akureyri í sveitastjórnarkosningunum í vor hafa krafist þess að þeir verði beðnir afsökunar á ásökunum sem beint var að þeim og þær dregnar til baka. Þrjár konur innan flokksins ásökuðu mennina um kynferðislegt áreiti og lítilsvirðingu.
Jón Hjaltason sem var í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í vor segir í samtali við Ríkisútvarpið að ásakanirnar beinist að honum og Brynjólfi Ingvarssyni, oddvita flokksins. Hann hafi óskað eftir því að fá að mæta á fund flokksins en þeirri beiðni hafi verið hafnað.
Konurnar þrjár sem stigu fram, Málfríður Þórðardóttir Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving hafa allar starfað innan Flokks fólksins á Akureyri. Þær sögðust hafa verið lítilsvirtar og hafi upplifað kynferðislega áreitni gagnvart sér.
„Á trúnaðarfundum flokksins vorum við sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar til að vera marktækar. Sumar okkar máttu sæta kynferðislegu áreiti og virkilega óviðeigandi framkomu til viðbótar við að vera ekki starfinu vaxnar og geðveikar,“ stóð í yfirlýsingu kvennanna.
Í umfjöllun Ríkisútvarpsins er Inga Sæland sögð hafa boðað til fundar á á Akureyri á dögunum en hún hafi ekki mætt, í kjölfarið hafi annar fundur verið boðaður með stuttum fyrirvara í Reykjavík en hann fari þar fram í kvöld
Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni.
Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar.
Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi.
Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar.
Kjörnir fulltrúar Flokks fólksins hafa ýmist neyðst til að segja af sér eða verið hvattir til þess í tengslum við erfið mál sem dunið hafa á flokknum á til þess að gera stuttum líftíma hans. Nú síðast sökuðu þrjár konur innan flokksins samflokksmenn sína um lítilsvirðandi framkomu í sinn garð.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.