Erlent

Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þúsundir bíða í röð eftir því að geta vottað drottningunni virðingu sína.
Þúsundir bíða í röð eftir því að geta vottað drottningunni virðingu sína. AP/Christophe Ena

Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra.

Karl Bretakonungur mun ferðast til Wales í dag til að vera viðstaddur minningarathöfn um Elísabetu og taka á móti trúarleiðtogum í Buckingham-höll eftir það. Þá munu hann og systkini hans standa heiðursvörð um kistu móður sinnar í kvöld.

Útför drottningarinnar fer fram í Westminster Abbey á mánudag. Að henni lokinni mun konungsfjölskyldan koma saman í Windsor. Þar verður Elísabet lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns Filippusar í kapellu fjölskyldunnar. Kapellan var reist þegar faðir hennar, Georg sjötti, lést.

Yfir tvöþúsund manns verða viðstaddir útförina í Westminster Abbey, sem mun enda á tveggja mínútna þögn. Allri flugumverð um Heathrow hefur verið frestað 15 mínútum fyrir og eftir hina tveggja mínútnu þögn.

Fregnir hafa borist af því að Harry, sonur Karls og hertogi af Sussex, fái að klæðast herklæðum sínum þegar barnabörn Elísabetar standa heiðursvörð við kistu ömmu sinnar á laugardagskvöld. Áður hafði verið gert ráð fyrir því að hann yrði í hefðbundnum sorgarklæðum þar sem hann hefur sagt sig frá opinberum skyldum sínum.

Breskir miðlar segja almenna skynsemi hins vegar hafa náð yfirhöndinni og benda á að Harry hafi þjónað í hernum og unnið ötullega að málefnum hermanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.