Innlent

Rúm­lega hálfur milljarður í fjár­veitingu vegna raka­skemmda

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Húsnæði Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ.
Húsnæði Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Þorgils Jónsson

Í morgun samþykkti bæjarráð Reykjanesbæjar mörg hundruð milljóna króna fjárveitingu til Myllubakkaskóla til þess að hægt sé að halda viðgerðum vegna rakaskemmda hjá skólanum áfram.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að 550 milljóna króna fjárfesting vegna áframhaldandi framkvæmda við skólann á þessu ári hafi verið samþykkt sem viðauki við fjárfestingaráætlun.

Mygla hefur sett mark sitt á starfsemi Myllubakkaskóla en myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019. Ráðstafanir sem voru gerðar í kjölfar þess hafi ekki borið árangur en í nóvember á síðasta ári samþykkti bæjarráð að leggja nítján milljónir króna í það að flytja starfsemi skólans á meðan Efla ynni að úttekt húsnæðisins.

Myllubakkaskóli er ekki eini skólinn sem hefur glímt við myglu en mygla hefur áður fundist í Hagaskóla, Laugalækjaskóla og Fossvogsskóla meðal annars.


Tengdar fréttir

Starf­semi Myllu­bakka­skóla flutt á fjóra staði

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði.

Ó­vissa hvert nem­endur fara vegna myglunnar í Myllu­bakka­skóla

Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar.

Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum

Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka.

Meiri mygla fannst í Lauga­lækjar­skóla

Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×