Starfsemi Myllubakkaskóla flutt á fjóra staði Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 18:20 Mylga fannst í Myllubakkaskóla í Keflavík í október. Hátt í fjögur hundruð nemendur og starfsmenn verða færðir í bráðabirgðahúsnæði á fjórum stöðum í bænum í næstu viku. Vísir/Þorgils Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, segir við Vísi að áhersla hafi verið lögð á að bráðabirgðahúsnæðið væri nærri Myllubakkaskóla í miðbæ Keflavíkur. Þannig verða nemendur í 1. og 2. bekk hýstir í færanlegum kennslustofum sem eru þegar á lóð Myllubakkaskóla. Hægt verður að nýta lóða skólans um umhverfi sem þeir eru vanir áfram. Nemendur í 3. og 4. bekk fara í gamla barnaskólann við Skólaveg sem bærinn hefur nýtt undir fundahald og námskeið undanfarin ár. Helgi segir bygginguna elsta skóla bæjarins en að henni hafi verið haldið vel við. Fimmtu og sjöttu bekkingar verða á hæðinni fyrir ofan Bónus í gamla Félagsbíó nærri ráðhúsinu. Helgi segir það eina húsnæðið sem bærinn þarf að leigja vegna flutningsins. Unglingadeildinni verður komið tímabundið fyrir í Íþróttaakademíunni og Reykjaneshöll. Nemendur í 8.-10. bekk verða í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.Vísir/Þorgils Til stendur að flytja starfsemina dagana 12.-14. nóvember. Fræðsluráð samþykkti að bæta tveimur starfsdögum við skóladagatal Myllubakkaskóla dagana 15. og 16. nóvember vegna flutninganna. Um 340 nemendur og sjötíu starfsmenn eru við Myllubakkaskóla. Helgi segir að vonir standi til að úttekt Eflu á húsnæði Myllubakkaskóla ljúki fyrir lok nóvember og að þá verði mögulegt hægt að senda einhverja hópa nemenda til baka. Ekkert sé þó gefið í þeim efnum. Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, segir við Vísi að áhersla hafi verið lögð á að bráðabirgðahúsnæðið væri nærri Myllubakkaskóla í miðbæ Keflavíkur. Þannig verða nemendur í 1. og 2. bekk hýstir í færanlegum kennslustofum sem eru þegar á lóð Myllubakkaskóla. Hægt verður að nýta lóða skólans um umhverfi sem þeir eru vanir áfram. Nemendur í 3. og 4. bekk fara í gamla barnaskólann við Skólaveg sem bærinn hefur nýtt undir fundahald og námskeið undanfarin ár. Helgi segir bygginguna elsta skóla bæjarins en að henni hafi verið haldið vel við. Fimmtu og sjöttu bekkingar verða á hæðinni fyrir ofan Bónus í gamla Félagsbíó nærri ráðhúsinu. Helgi segir það eina húsnæðið sem bærinn þarf að leigja vegna flutningsins. Unglingadeildinni verður komið tímabundið fyrir í Íþróttaakademíunni og Reykjaneshöll. Nemendur í 8.-10. bekk verða í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.Vísir/Þorgils Til stendur að flytja starfsemina dagana 12.-14. nóvember. Fræðsluráð samþykkti að bæta tveimur starfsdögum við skóladagatal Myllubakkaskóla dagana 15. og 16. nóvember vegna flutninganna. Um 340 nemendur og sjötíu starfsmenn eru við Myllubakkaskóla. Helgi segir að vonir standi til að úttekt Eflu á húsnæði Myllubakkaskóla ljúki fyrir lok nóvember og að þá verði mögulegt hægt að senda einhverja hópa nemenda til baka. Ekkert sé þó gefið í þeim efnum.
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47
Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48