Innlent

Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá fundi fólksins á Akureyri 2019.
Frá fundi fólksins á Akureyri 2019. Fundur fólksins

Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum.

Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri fundarins, segir að tilgangur fundarins sé að skapa vandaðan vettvang „þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið. Fundur fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar.“

Opnunarhátíðin fer fram klukkan 11 í dag í hátíðarsal Norræna hússins, en dagskrá fundarins, sem fer fram í dag og á morgun, má finna hér.

Streymi frá Norræna húsinu:

Streymi frá Grósku:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×