Upplýsingum af lokuðum fundi lekið í opinn hóp á Facebook Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 14:56 Hjördís Ýr Johnson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Kópavogs um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða. Hún segir orð hennar hafa orðið að umfjöllunarefni á Facebook og að þau hafi verið algjörlega slitin úr samhengi. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar. Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar.
Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira