Bíó og sjónvarp

Spartverjar á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Spartverjar í fullum skrúða við Kvernufoss.
Spartverjar í fullum skrúða við Kvernufoss.

Paramount birti í gærkvöldi mynd af Spartverjum á Íslandi og sagði að tökur á annari þáttaröð sjónvarpsþáttanna Halo, sem byggja á samnefndum tölvuleikjum, væru hafnar. Myndin sýnir fjóra Spartverja í fullum skrúða við Kvernufoss.

Í frétt Deadline segir að tökur fyrir þættina fari fram hér og í Ungverjalandi.

Pablo Schreiber, aðalleikari þáttanna, sem leikur sjálfan Master Chief, var hér á landi fyrr í mánuðinum. Óljóst er hvort hann sé kominn aftur vegna takanna en hann birti mynd á Instagram í gær sem var tekin í Ungverjalandi.

Sjá einnig: „Master Chief“ nýtur lífsins á Íslandi

Eins og áður segir fjalla þættirnir um sögu Halo-leikjanna vinsælu og sérstaklega Spartverjana og baráttu þeirra gegn geimverunum í Covenant og öðrum óvinum mannkynsins í framtíðinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tökur fyrir Halo-tengd verkefni fer fram hér á landi. Árið 2014 voru sjónvarpsþættirnir Halo: Nightfall teknir upp hér.

Sjá einnig: Svona lítur Ísland út í söguheimi Halo


Fleiri fréttir

Sjá meira


×