Tónlist

Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Árni Hrafn Kristmundsson og Björk Hrafnsdóttir.
Árni Hrafn Kristmundsson og Björk Hrafnsdóttir. Samsett

Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.

Í dag kynna Norðurlöndin, sjötti stærsti tónlistarmarkaður í heimi, sigurvegara Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz eða þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Verðlaunaafhending fer fram á By:Larm tónlistarhátíðinni í Osló þann 15. september við hátíðlega athöfn þar sem þeir Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson eru viðurkennd fyrir framlag sitt til tónlistargeirans á Íslandi.

Verðlaunin eru úr smiðju NOMEX (Nordic Music Export) sem er samstarfsverkefni ÚTÓN og systurskrifstofa hennar á Norðurlöndunum, Export Music Sweden, Music Export Denmark, Music Finland og Music Norway, og eru sett á laggirnar til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins. 

„Norræn tónlist af öllum gerðum heldur áfram að blómstra og ná eyrum fólks um víða veröld, bæði á streymisveitum en líka á vinsældarlistum um allan heim í formi alþjóðlegra stórstjarna á borð við Sigrid, Zara Larsson, Of Monsters and Men, Mø, Alma og Kygo, sem og virtustu lagahöfunda í heimi eins og Stargate, Max Martin og Alan Walker,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN.

„Viðurkenning þessi er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlistargeiranum og varpar ljósi á störf þeirra og gefur þeim tækifæri til að auka tengslanet sitt og hittast á By:Larm tónlistarhátíðinni hvar stór hluti norræna tónlistargeirans kemur saman.“

Útón

Unnið fyrir Apple, Netflix og HBO

Björk Hrafnsdóttir er listfræðingur, Hún er með MA gráðu í sýningarstjórn frá Listaháskóla Íslands þar sem hún einbeitti sér að listrænu samstarfi listamanna og sýningarstjóra sem og sýningarstjórnaraktívisma. 

„Sem listfræðingur hefur hún unnið að ýmsum verkefnum hérlendis og erlendis, með áherslu á náið og þverfaglegt samstarf í myndlist, tónlist og hönnun. Sem sýningarstjóri vinnur hún bæði með tónlistarmönnum og listamönnum og leggur áherslu á að byggja upp samfélag þar sem fólk getur stutt og veitt hvert öðru innblástur,“ segir í tilkynningunni.

„Frá árunum 2018 til 2020 starfaði hún fyrir írska tónlistarmanninn Damien Rice þar sem hún skipulagði og setti upp fjölmargar alþjóðlegar upptökur sem og skapandi hópferð á Ítalíu fyrir Damien Rice, Feist, Adrianne Lenker, Mariam Vallentin og fleiri. Upp á síðkastið hefur hún starfað sem sjálfstæður listsýningarstjóri. Björk hóf störf hjá íslenska útgefandanum INNI árið 2020 og hefur tekið þátt í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum hjá Apple, Netflix, HBO og stýrir kvikmyndaverunum í Reykjavík.“ 

Útón

Einn efnilegasti tónlistarstjóri landsins

Árni Hrafn Kristmundsson er 29 ára. Hann stundaði nám við BIMM Berlín. Árni stofnaði Klapp Management ásamt Henný Frímannsdóttur árið 2018. Hann hefur stýrt fjölda virtra íslenskra listamanna eins og Warmland, Moses Hightower, Valdimar og hinn heimsdáða Daða Frey.

„Í dag starfar Árni sem framkvæmdastjóri Daða Freys og ber ábyrgð á daglegum rekstri hans, tónlistarútgáfum og ferðum. Árni Hrafn hefur einnig verið framleiðandi á fjölda stórra tónlistarviðburða á Íslandi auk þess að hafa umsjón með tónlistarútgáfu, tónlistarmyndbandagerð og markaðssetningu fyrir ýmsa listamenn. Árni Hrafn er einn efnilegasti tónlistarstjóri sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. 

„Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt. Samtökin fagna fjölbreytileika í iðnaði, geirum og tegundum og endurspeglar tónlistarsenuna og iðnaðinn sem Norðurlöndin hafa upp á að bjóða. Það sýnir einnig mikilvægi og nauðsyn þess að halda áfram að skapa öruggan og innihaldsríkan tónlistariðnað þar sem allt fólk sést og raddir heyrast. sýnir einnig mikilvægi og nauðsyn þess að halda áfram að skapa öruggan og innihaldsríkan tónlistariðnað þar sem allt fólk sést og raddir heyrast.“

Útón

Unnsteinn Manuel á meðal fyrri sigurvegara

Í tilkynningu frá NOMEX segir að nauðsynlegur þáttur í vexti og velgengni norrænnar tónlistar og áhrifa á heimsvísu er fagfólkið sem vinnur á bak við tjöldin, og þá sérstaklega þau ungu sem geta hrint í framkvæmd nýjum hugsjónum, hugmyndum og viðskiptaháttum í hinum síbreytilega iðnaði sem tónlistarbransinn er.

Sigurvegarar Nordic Music Biz Top 20 Under 30 eru valin út frá vexti þeirra verkefna sem þau eru að vinna að, starfsferils, viðurkenningu í greininni, áhrifa sem þau hafa á senuna, listrænni þróun, nýsköpun, tekjum, sölu, streymi, og kynningu. Áður hafa unnið 20 Under 30 fyrir hönd Íslands þau: Bergþór Másson umboðsmaður,, Ægir Sindri Bjarnason útgefandi, Soffía Kristín Jónsdóttir hjá Iceland Sync, Anna Ásthildur Thorsteinsson og Sindri Ástmarsson hjá Iceland Airwaves, Sigríður "Sigga" Ólafsdóttir hjá SÓNAR, Unnsteinn Manuel Stefánsson fyrrum Label Manager Les Fréres Stefson.

Samnorræn dómnefnd var fengin til að meta hvaða einstaklingar ættu að fá heiðurinn skilinn og fyrir hönd Íslands sátu þau Soffía Kristín Jónsdóttir (Iceland Sync), Einar Stefánsson (tónlistarmaður) og Árni Þór Árnason (umboðsmaður Ólafs Arnalds).

Frá hinum Norðurlöndunum eru það þau Sophia Olofsson (Spotify), Emma Finnkvist (Warner Music), Christopher Thordson (Ifpi Sweden), Feniks Willamo (All Day Agency), Linda Lundberg (Arctic Rights, All Good Management / Checkbox Music), Teea Kasurinen (Universal Music Finland), Soffía Kristín Jónsdóttir (Iceland Sync), Einar Hrafn Stefánsson (Hatari / Iceland Dance Company), Árni Þór Árnason (Manager Ólafur Arnalds), Laia Kverneland (Tempi), Jens Karlsson (Heartbeat Management), Thea Moe (Warner Music), Agnes Kristiansen (Sony Music Norway), Andres Dahl (Paperclip), Maria Bringsjord (MTG / FONO / Shesaidso).

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ásamt Haraldi Hrafni Thorlacius, kvikmyndaframleiðanda, Hrefnu Helgadóttur kynningarstjóra ÚTÓN og Kim Wagenaar, umboðsmanni.Cat Gundry-Beck

Lista yfir alla verðlaunahafa má sjá hér fyrir neðan. 

SVÍÞJÓÐ

 • Fumi Amao (28), Co-Founder ‘Her Songs for Him’ / Artist, and Label Partnerships Manager Spotify
 • Naftalem Tekle Ghiorghis (26), Creative, NAFT.se / Digital Marketing Coordinator, The Orchard Nordics
 • Daniel Frölander (28), Brand Partnership Manager – Warner Music Sweden
 • Emma Vikström (27), Senior Editor – Spotify

NOREGUR

 • Kedist Bezabih (30), Head of Music, International Rap festivals and touring – Goodlive Artists
 • Celine Høye (28), Project Manager – Indie Recordings
 • Viljar Siljan (27), Director – Blue Perspective Management
 • Eric Elvenes (30), Co-founder of JB Music / A&R Manger, Idap Music / Musical Advisor – Enter.Art
 • Nasra Artan (26), Co-Founder and A&R, 444
 • Tobias Gaultier Teigen (30), CEO of Toothfairy

DANMÖRK

 • Rosa Lois Balle Yahiya & Sofie Westh, Another Life Community
 • Ryan Peterson (25), Co-Founder and MD – Stellar Trigger
 • Emilie Skovgaard Sørensen (30), Music Supervisor, Nordisk Film
 • Malika Mahmoud (26), Head of music/booking at Strøm, DJ, Promoter – Jasho Club, member of the nightlife- & music committee at the Copenhagen municipality.

FINNLAND

 • Eero Jääskeläinen (29), Program Manager at Allas Sea Pool, Korjaamo Culture Factory
 • Jannika Hovinen (28), Production Manager at All Day Agency
 • Minna Koivisto (29), Label Manager and A&R at Johanna Kustannus / Universal Music Finland
 • Karoliina Kanerva (29), Head of International, Warner Music Nordics

Fleiri fréttir

Sjá meira


×