Ökumaðurinn ekki undir áhrifum þegar bíllinn hafnaði á lóð leikskólans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 19:07 Rætt var við börn sem urðu vitni að atvikinu. Vísir/Vilhelm Ökumaður bílsins sem hafnaði inni á lóð leikskólans Fífusala var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar bíllinn fór inn á lóðina, heldur komu upp veikindi hjá honum. Þetta segir Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri Fífusala. Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum. Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum.
Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Sjá meira
Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51