Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2022 19:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Agnes Sigurðardóttir biskub Íslands fóru fremst í göngu þingheims og annarra gesta til messu í Dómkirkjunni. Á bakvið þau má sjá leiðtoga stjórnarflokkanna þar sem forsætisráðherra gægist milli forseta og biskubs. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag: Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag:
Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01