Innlent

Leggja til breytingu á nafni Sam­fylkingarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján L. Möller og Mörður Árnason.
Kristján L. Möller og Mörður Árnason. Vísir/Vilhelm/Alþingi

Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja fram tillögu á komandi landsfundi Samfylkingarinnar í næsta mánuði sem felur í sér að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Þeir segja að tími sé kominn til að nafn flokksins vísi beint til stefnu hans.

RÚV segir frá þessu, en um er að ræða þá Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmann Samfylkingarinnar á árunum 1999 til 2016, og Mörð Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013.

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík dagana 28. til 29. október næstkomandi þar sem kjörinn verður nýr formaður í stað Loga Einarssonar sem hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. 

Kristrún Frostadóttir, þingmaður flokksins, hefur ein tilkynnt um framboð til formanns enn sem komið er.

Samfylkingin var stofnuð um síðustu aldamót með sameiningu fjögurra flokka – Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Kvennalistans og Þjóðvaka. Misjafnar skoðanir hafa alla tíð verið um nafn flokksins, en nafni flokksins var síðast breytt í Samfylking – jafnaðarmannaflokkur Íslands á landsfundi árið 2013.


Tengdar fréttir

„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda.

„Hún stein­liggur inni sem for­maður“

Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.