Lá við hávaðakvörtun á hótelinu: „Ég öskraði svo mikið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 13:01 Nökkvi Þeyr Þórisson er að koma sér hægt og rólega fyrir í Belgíu. Vísir/Hulda Margrét „Það er liðin vika síðan ég kom út. Ég er ástfanginn af borginni, hún er eins flott og allir tala um,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson um Antwerpen, hvar hann mun spila fótbolta með Beerschot næstu misserin. Nökkvi samdi við liðið í síðustu viku og er spenntur fyrir verkefninu. Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira