Innlent

Nothæfar starfsstöðvar merktar með „má nota“ eftir alvarlega tölvuárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tækniskólinn var fórnarlamb netárásar.
Tækniskólinn var fórnarlamb netárásar. Vísir/Vilhelm

Alvarleg og ígrunduð tölvuárás var gerð á Tækniskólann í síðustu viku. Ekki er talið að aðgangur að drifum skólans verði aðgengilegur fyrr en í næstu viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Tækniskólans. Þar segir að við fyrstu athugun hafi umrædd árás verið alvarleg og ígrunduð. 

Unnið hafi verið dag og nótt að því að takmarka skaðann. Netöryggisvarnir skólans séu góðar. Þó megi búast við að netkerfi skólans verði ekki komið í samt lag fyrr en eftir nokkra daga.

Áhrifin eru meðal annars eftirfarandi:

  • Margar starfsstöðvar eru nú þegar með net og þær eru merktar með Post It miðum með orðunum „má nota“ sem þýðir að tölvan sé örugg og tengd WiFi
  • Gert er ráð fyrir að nettenging – WiFi – verði komin á í öllum byggingum skólans á næstu dögum (síðasta lagi á föstudag)
  • Nettenging fyrir tölvur í kennslustofum – s.s. tölvustofum – verða líklega tengdar á fimmtudag
  • Unnið er að bráðabirgða lausn í prentmálum sem kemur vonandi til framkvæmda á næstu dögum
  • Ekki er talið líklegt að aðgangur að drifum skólans verði aðgengilegur fyrr en í næstu viku


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×