Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Árni Sæberg skrifar 12. september 2022 21:14 Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra Stöð 2 Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. Í dag var greint frá því að fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefði aldrei verið meiri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lögreglan á landsvísu hafi fengið 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega þrettán prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þá var einnig greint frá því að á sama tímabili hafi lögreglan skráð 125 tilkynntar nauðganir. Það eru 21 tilkynning á mánuði og 28 prósent fjölgun frá því á síðasta ári. „Það hefur verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að annars vegar fækka brotum og hins vegar fjölga tilkynningum. Og ég held að það endurspeglist í raun og veru, bæði í tilkynningum varðandi heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, að fólk er að leita sér aðstoðar og það sé að tilkynna til lögreglu,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einungis einn af hverjum tíu þolendum tilkynnir Eygló segir að í nýrri skýrslu Stígamóta segi að einungis einn af hverjum tíu, sem leita til miðstöðvarinnar eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi, tilkynni brotin til lögreglu. „Þetta er að okkar mati alveg óásættanlegt,“ segir hún. Þess vegna sé það markmið stjórnvalda, með vitundarvakningu sem ráðist hefur verið í í vetur og sumar, að hvetja til þess að annars vegar að samfélagið minnki svigrúm gerenda til að brjóta á þolendum og hins vegar að hvetja til þess að brot séu tilkynnt til lögreglu. Að lokum segir Eygló að lögreglan hafi ráðist í mikla vinnu undanfarið til þess að bæta það hvernig hún vinnur og að koma þeim upplýsingum á framfæri. Því vonar hún þolendur séu ekki hræddir um að kerfið muni bregðast þeim. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í dag var greint frá því að fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefði aldrei verið meiri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lögreglan á landsvísu hafi fengið 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega þrettán prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þá var einnig greint frá því að á sama tímabili hafi lögreglan skráð 125 tilkynntar nauðganir. Það eru 21 tilkynning á mánuði og 28 prósent fjölgun frá því á síðasta ári. „Það hefur verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að annars vegar fækka brotum og hins vegar fjölga tilkynningum. Og ég held að það endurspeglist í raun og veru, bæði í tilkynningum varðandi heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, að fólk er að leita sér aðstoðar og það sé að tilkynna til lögreglu,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einungis einn af hverjum tíu þolendum tilkynnir Eygló segir að í nýrri skýrslu Stígamóta segi að einungis einn af hverjum tíu, sem leita til miðstöðvarinnar eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi, tilkynni brotin til lögreglu. „Þetta er að okkar mati alveg óásættanlegt,“ segir hún. Þess vegna sé það markmið stjórnvalda, með vitundarvakningu sem ráðist hefur verið í í vetur og sumar, að hvetja til þess að annars vegar að samfélagið minnki svigrúm gerenda til að brjóta á þolendum og hins vegar að hvetja til þess að brot séu tilkynnt til lögreglu. Að lokum segir Eygló að lögreglan hafi ráðist í mikla vinnu undanfarið til þess að bæta það hvernig hún vinnur og að koma þeim upplýsingum á framfæri. Því vonar hún þolendur séu ekki hræddir um að kerfið muni bregðast þeim.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira