Innlent

Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í skjáskotinu hér að ofan yfir staðsetningu skjálfta sést að norðurland eystra er bæði skrautlegt og litríkt. Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni úti fyrir Norðurlandi.
Í skjáskotinu hér að ofan yfir staðsetningu skjálfta sést að norðurland eystra er bæði skrautlegt og litríkt. Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni úti fyrir Norðurlandi. Skjáskot/veðurstofa Íslands

Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti.

Jörð skelfur fyrir norðan og virðist ekkert lát vera á skjálftahrinunni. Alls hafa 6.800 skjálftar mælst á þessu svæði. Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur athygli á þessu en á dögunum var óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna skjálftanna.

Varðskipið Þór verður á svæðinu til morguns en þá heldur það til annarra verka að öllu óbreyttu.

Næsti stöðufundur verður síðan haldinn á fimmtudag.


Tengdar fréttir

Skjálfta­virkni eykst að nýju

Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð.

Þór verður Gríms­eyingum innan handar

Varðskipið Þór er á leið til Grímseyjar þar sem áhöfn hans verður til aðstoðar íbúum ef þess þarf. Óvissustig Almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna

Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×