Innlent

Skjálfta­virkni eykst að nýju

Bjarki Sigurðsson skrifar
Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð.
Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð. Getty

Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stóri skjálftinn varð klukkan rúmlega eitt í nótt en fáar tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að hann hafi fundist í byggð. Skjálftinn varð rúma tíu kílómetra norðnorðaustur af Grímsey. 

Þónokkur skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið, þar af nokkrir yfir þrír að stærð. Varðskipið Þór er staðsett við Grímsey og verður þar næstu daga til þess að aðstoða íbúa eyjunnar ef þess þarf. Óvissustig almannavarna er við gildi á svæðinu.

Skjálftahrinan hefur nú staðið yfir í nokkra daga en stærsti skjálftinn varð klukkan fjögur nóttina 8. september. Sá mældist 4,9 að stærð. Alls hafa um sex þúsund skjálftar mælst síðan hrinan hófst.


Tengdar fréttir

Þór verður Gríms­eyingum innan handar

Varðskipið Þór er á leið til Grímseyjar þar sem áhöfn hans verður til aðstoðar íbúum ef þess þarf. Óvissustig Almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna

Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra.

Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt

Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.