Innlent

Fjar­lægðu skrið­dýr af vett­vangi fíkni­efna­sölu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræddi í gærkvöldi við húsráðendur á heimili þar sem fíkniefnasala fór fram. Á heimilinu var skriðdýr sem var fjarlægt en óheimilt er að eiga slíkt dýr hér á landi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki er vitað af hvaða tegund skriðdýrið var.

Klukkan rétt rúmlega níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann sem barði í mannlausar bifreiðar og olli tjóni á þeim. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn farinn.

Klukkan tæplega hálf fimm í nótt var tilkynnt um innbrot í apótek þar sem þjófurinn komst undan með óþekkt magn lyfja.

Nokkuð var um rúðubrot í nótt og í gærkvöldi en klukkan sex í gær barst lögreglu tilkynning um menn að brjóta rúðu á heimili í Grafarvogi. Þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Þá var rúða brotin í verslun í miðbæ Reykjavíkur klukkan fjögur í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×