Fótbolti

Þrír Íslendingar komu við sögu þegar FCK tapaði fjórða leiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson í baráttunni í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson í baráttunni í kvöld. vísir/Getty

Danmerkurmeistarar FCK hafa ekki byrjað vel í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár.

Í dag heimsótti liði OB sem hafði aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og sat í næstneðsta sæti deildarinnar.

OB gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á FCK þrátt fyrir að hafa lent undir snemma leiks.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK en var skipt af velli á 75.mínútu í stöðunni 1-1. Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá FCK á 83.mínútu og skömmu síðar skoruðu OB það sem reyndist sigurmark leiksins. Ísak Bergmann Jóhannesson sat allan tímann á varamannabekk FCK

Aron Elís Þrándarson hóf leik á varamannabekk OB en kom inná á síðustu mínútu venjulegs leiktíma, nokkrum sekúndum eftir að OB hafði náð forystunni.

FCK situr í sjötta sæti deildarinnar og hefur þrettán stig eftir níu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×