Innlent

Fækkar í þjóð­kirkjunni en Sið­mennt bætir við sig

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Enn fækkar meðlimum þjóðkirkjunnar.
Enn fækkar meðlimum þjóðkirkjunnar. Vísir/Vilhelm

Meðlimum Þjóðkirkjunnar hefur fækkað um rúmlega tólf hundruð frá 1. desember síðastliðnum. Mesta fjölgunin í tímabilinu varð hjá Siðmennt.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár. Þar segir að alls hafi 228.064 einstaklingar verið skráðir í þjóðkirkjuna 1. september síðastliðnum, sem eru 1.202 færri en 1. desember síðastliðinn. Þjóðkirkjan er þrátt fyrir það langfjölmennasta trúfélag landsins.

„Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.726 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 11 á áðurnefndu tímabili eða um 0,1 prósent.“

Siðmennt á skriði

Á sama tímabili varð fjölgunin mest í Siðmennt. Þar fjölgaði um 403 meðlimi, sem er fjölgun upp á 8,7 prósent. Hlutfallslega var fjölgunin mest í ICCI trúfélagi, eða 35,9 prósent, og telur félagið nú 341 meðlim. Einnig varð töluverð hlutfallsleg fjölgun í Hjálpræðisherinn trúfélag um 27,2 prósent en nú eru skráðir 201 meðlimir í félagið.

Þá eru 29.773 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga hér á landi, eða 7,8 prósent landsmanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.