Segir umdeilda tillögu Ásmundar aðför að leikskólastjórnendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 09:45 Leikskólastjóri segir boðaða reglugerðarbreytingu menntamálaráðherra um fjölda barna á leikskólum aðför að leikskólastjórnendum. Hún óttast að sveitarfélögin muni með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna, þvert á réttindi barnanna. Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“ Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“
Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði