Innlent

Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn var við veiðar í Eystri-Rangá.
Maðurinn var við veiðar í Eystri-Rangá. Getty

Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 

Mbl.is greindi fyrst frá málinu en þar segir að maðurinn sé talsvert brunninn á fótum og á kviði.

Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk hjá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Ekki er vitað um líðan mannsins þessa stundina.

Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið með mjög langa veiðistöng og að vettvangsvinnu sé enn ólokið. 

Maðurinn sem um ræðir er erlendur ríkisborgari á sextugsaldri og var í veiðiferð hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.