Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2022 20:31 Stefanía fór létt með það að taka fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti. Fögrusteinar munu sjá um verkið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Bláskógabyggð en nú hefur sveitarfélagið úthlutað 38 íbúðarlóðum, fyrir einbýlis- par og raðhús. Samhliða því er hafnar framkvæmdir við nýjar götur í Reykholt og Laugarvatni til að bregðast við eftirspurninni. Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira