Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2022 20:31 Stefanía fór létt með það að taka fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti. Fögrusteinar munu sjá um verkið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Bláskógabyggð en nú hefur sveitarfélagið úthlutað 38 íbúðarlóðum, fyrir einbýlis- par og raðhús. Samhliða því er hafnar framkvæmdir við nýjar götur í Reykholt og Laugarvatni til að bregðast við eftirspurninni. Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira