Erlent

Hæsti­réttur Kenía stað­festir úr­slit kosninganna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Stuðningsmenn Ruto fögnuðu ákaft eftir að hæstiréttur landsins tilkynntu niðurstöður sínar.
Stuðningsmenn Ruto fögnuðu ákaft eftir að hæstiréttur landsins tilkynntu niðurstöður sínar. EPA/Daniel Irungu

Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl.

Greint var frá úrslitum kosninganna þann 15. ágúst síðastliðinn en William Ruto, fyrrverandi varaforseti landsins, sigraði með 50,49 prósent atkvæða gegn 48,85 prósentum Raila Odinga. Slagsmál brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt en myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan. 

Odinga kærði kosningarnar og sagði tölvuþrjóta hafa brotist inn í kosningakerfið og tekið atkvæði af sér og fært til Ruto. Flokkur hans, Azimio La Umoja, taldi sig hafa næg sönnunargögn til þess að sanna að kosningarnar væru ekki löglegar.

Hæstiréttur landsins er þó ekki sammála því og staðfesti úrslit kosninganna. Rétturinn fann ekki nein sönnunargögn sem benda til kosningasvindls.

Odinga sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hæstiréttur tilkynnti um úrslitin og segist vera ákaflega ósammála niðurstöðunni. Hann segist þó una niðurstöðunni enda beri hann virðingu fyrir skoðunum réttarins.


Tengdar fréttir

Willi­am Ruto sigraði for­seta­kosningarnar í Kenía

William Ruto, varaforseti Kenía, sigraði forsetakosningarnar í Kenía sem fram fóru í dag. Kosningarnar hafa verið afar umdeildar í heimalandinu og andstæðingur Ruto hefur sakað hann um kosningasvindl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×