Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 15:00 Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis telur best að menningarmálaráðherra gefi skýringar á af hverju hún ákvað að skipa í stöðu þjóðminjavarðar en ekki auglýsa. Lilja D. Alfreðsdóttir hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að skipa í stöðu þjóðminjavarðar í stað þess að auglýsa. Vísir Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12