Bíó og sjónvarp

RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ajornavianngilatit / You'll be Okay
Ajornavianngilatit / You'll be Okay

RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó.

Myndirnar eiga það sameiginlegt að taka til skoðunar minni, hefðir og athafnir menningarheima frumbyggja. 

„Hér gefst áhorfendum tækifæri til að skoða vel ofan í bakpokana og japla á veganestinu, sem formæður og feður útbjuggu fyrir lífsins veg. Sérstakar umræður verða um þennan myndaflokk að sýningum loknum sem er verður af Cass Gardiner,“ segir í tilkynningu frá RIFF. 

Svonni gegn sænska Skattinum / Svonni vs Skatteverket

Samísk kona reynir að sannfæra sænska skattinn um að hún eigi rétt á skattaafslætti vegna hundakaupa. Hundurinn Rikke er ekki gæludýr, hann er smali. Þetta er gamansöm greining á menningarárektrum og þá erfiðleika sem eru samfara því að iðka samíska menningu í Svíþjóð nútímans.

Svonni vs Skatteverket

Sparkað í skýin / Kicking the Clouds

Hugleiðing um afkomendur, formæður og forfeður, með leiðsögn 50 ára hljóðupptöku af ömmu leikstjórans sem lærir Pechanga tungumálið af móður sinni.

Meydómur / La Baláhna / Maidenhood

Catalina gengst við hefðum samfélags síns þegar hún þarf að sýna fram á skírlífi og virði sitt sem konu. En líkaminn svíkur hana og hún getur ekki sannað hreinleika sinn.

Ajornavianngilatit / You'll be Okay

A mother who has dedicated her life to her child and working hard for her family goes out for a night of fun and meets someone special.

Löng röð af dömum / Long Line of Ladies

Stúlka og fólkið hennar undirbúa Ihuk henni til heiðurs. Um er að ræða athöfn, sem lá eitt sinn í dvala, og á að bjóða stúlkuna velkomna í fullorðinna manna tölu, stunduð af Karuk ættbálknum í Norður-Kaliforníu.


Tengdar fréttir

Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins

RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár.  RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi.

Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi.

Sykur­púða snillingurinn hann Ragnar

VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×