Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 10:31 VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi. En hvernig ætlar snillingurinn hann Ragnar að ná þessu fram. Þetta er launhækkun upp á 2,87% í formi orlofs. Og þetta er krafa sem er aðskilin kröfu um almenna launahækkun. Svona auka bónus í vasa launþega. Mig langar til að vera bjartsýn og allt það og ég vonast til að þetta náist í gegn, en kannski er ekki vitlaust að hafa smá varaáætlun. Eitthvað sem tryggir að þetta nái fram að ganga. Það situr í mér og ég viðurkenni að ég varð frekar sár eftir kjarasamningsgerð 2016 þegar það var samþykkt af hendi verkalýðshreyfingarinnar að hækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Hækkunin var upp á heil 3,5%. Sem sagt útgjöld atvinnurekanda jukust en launþeginn fékk ekki neinn pening til sín. Vegna aukinna útgjalda fyrirtækja þá áttu launþegar erfiðar með að labba upp á skrifstofu og biðja um auka launahækkun. Sem er jú eitthvað sem launþegar gera stundum þegar þeir telja sig hafa unnið fyrir því eða þurfa á því að halda. Hugsunin um þessa sátt skilur enn smá óbragð eftir í munninum hjá mér. Þarna voru hagsmunir lífeyrissjóða settir ofar hagsmunum launþega. Verkalýðshreyfingin samþykkti að veita lífeyrissjóðum auka lán á minn kostnað. Þeir sýndu mér þá forræðishyggju og leyfðu sér að taka þá ákvörðun að ég gæti ekki ávaxtað fé mitt betur en lífeyrissjóðirnir. Mér hefur líka verið hugsað til þess, hvað ef ég næ aldrei þeim aldri að verða 67 ára? Hvað verður um peninginn sem lífeyrissjóðurinn tók til sín sem lánsfé? Honum verður eflaust ekki skilað til barnanna minna. Mætti ekki segja það upphátt að í þeim aðstæðum hafi verkalýðshreyfingin gefið grænt ljós á stuld úr vasa launþega yfir í vasa lífeyrissjóða? Hvernig hefur lífeyrissjóðurinn nýtt sér svo þennan stuld? Það er kannski kaldhæðnasta af öllu. Þeir hafa nýtt peninginn til að hækka verð fasteigna og standa nú í keppni við barnið mitt við kaup á húsnæði. Væri ekki upplagt tækifæri nú að skila aftur þessum 3,5%. Taka þau bara frá lífeyrissjóðunum og færa inn á bankabók launþega í formi orlofs. Leiðrétti þyrfti reyndar kröfuna upp á 31 dag í orlof, en hver myndi kvarta yfir því? Atvinnurekendur ættu að geta samþykkt þetta og launþegar ættu að vera sömuleiðis sáttir. Það var mjög sætt af Ragnari að læða þessu inn í kröfugerðina fyrir okkur. Vonandi nýtir hann tækifærið og leiðréttir líka tilbaka þann stuld sem átti sér stað árið 2016. Fyrir mitt leyti þá þakka ég innilega fyrir. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi. En hvernig ætlar snillingurinn hann Ragnar að ná þessu fram. Þetta er launhækkun upp á 2,87% í formi orlofs. Og þetta er krafa sem er aðskilin kröfu um almenna launahækkun. Svona auka bónus í vasa launþega. Mig langar til að vera bjartsýn og allt það og ég vonast til að þetta náist í gegn, en kannski er ekki vitlaust að hafa smá varaáætlun. Eitthvað sem tryggir að þetta nái fram að ganga. Það situr í mér og ég viðurkenni að ég varð frekar sár eftir kjarasamningsgerð 2016 þegar það var samþykkt af hendi verkalýðshreyfingarinnar að hækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Hækkunin var upp á heil 3,5%. Sem sagt útgjöld atvinnurekanda jukust en launþeginn fékk ekki neinn pening til sín. Vegna aukinna útgjalda fyrirtækja þá áttu launþegar erfiðar með að labba upp á skrifstofu og biðja um auka launahækkun. Sem er jú eitthvað sem launþegar gera stundum þegar þeir telja sig hafa unnið fyrir því eða þurfa á því að halda. Hugsunin um þessa sátt skilur enn smá óbragð eftir í munninum hjá mér. Þarna voru hagsmunir lífeyrissjóða settir ofar hagsmunum launþega. Verkalýðshreyfingin samþykkti að veita lífeyrissjóðum auka lán á minn kostnað. Þeir sýndu mér þá forræðishyggju og leyfðu sér að taka þá ákvörðun að ég gæti ekki ávaxtað fé mitt betur en lífeyrissjóðirnir. Mér hefur líka verið hugsað til þess, hvað ef ég næ aldrei þeim aldri að verða 67 ára? Hvað verður um peninginn sem lífeyrissjóðurinn tók til sín sem lánsfé? Honum verður eflaust ekki skilað til barnanna minna. Mætti ekki segja það upphátt að í þeim aðstæðum hafi verkalýðshreyfingin gefið grænt ljós á stuld úr vasa launþega yfir í vasa lífeyrissjóða? Hvernig hefur lífeyrissjóðurinn nýtt sér svo þennan stuld? Það er kannski kaldhæðnasta af öllu. Þeir hafa nýtt peninginn til að hækka verð fasteigna og standa nú í keppni við barnið mitt við kaup á húsnæði. Væri ekki upplagt tækifæri nú að skila aftur þessum 3,5%. Taka þau bara frá lífeyrissjóðunum og færa inn á bankabók launþega í formi orlofs. Leiðrétti þyrfti reyndar kröfuna upp á 31 dag í orlof, en hver myndi kvarta yfir því? Atvinnurekendur ættu að geta samþykkt þetta og launþegar ættu að vera sömuleiðis sáttir. Það var mjög sætt af Ragnari að læða þessu inn í kröfugerðina fyrir okkur. Vonandi nýtir hann tækifærið og leiðréttir líka tilbaka þann stuld sem átti sér stað árið 2016. Fyrir mitt leyti þá þakka ég innilega fyrir. Höfundur er launþegi.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun