„Vorum bara yfirburðarlið á vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 20:13 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var að vonum kátur eftir öruggan 6-0 sigur liðsins gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann gekk svo langt að segja að leikurinn hafi nánast gengið fullkomlega upp. „Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
„Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50