Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 17:39 Patrekur Jaime segir Æði-strákana ekki vera með handrit við gerð þáttanna. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum. Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum.
Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira