Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 17:39 Patrekur Jaime segir Æði-strákana ekki vera með handrit við gerð þáttanna. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum. Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum.
Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira