Lífið

„Það er búið að rugla í okkur svo lengi“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Erna Kristín segir mikilvægt að senda frá okkur skýr skilaboð til barnanna okkar um jákvæða líkamsímynd.
Erna Kristín segir mikilvægt að senda frá okkur skýr skilaboð til barnanna okkar um jákvæða líkamsímynd. Samsett

„Maður veltir oft fyrir sér með þær systur, í hvaða súpu þær eru, í hvaða hringiðju. Ég held að þær séu á þeim stað þar sem pressan er óhugsandi,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir talskona fyrir jákvæða líkamsímynd og guðfræðingur um Kardashian systurnar.

Erna Kristín ræddi lagfærðar samfélagsmiðlamyndir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en tilefnið var Photoshop notkun Kim Kardashian. Stjarnan hefur nú verið sökuð um að hafa fjarlægt vöðva af öxl á ákveðinni mynd af sér með myndvinnsluforriti. Myndband frá sama tilefni sýndi svo óbreytta útgáfu sem olli miklum umræðum um notkun lagfærðra mynda á samfélagsmiðlum í dag.

„Það er þessi hræðsla við að eldast. Hræðsla við að vera hluti af náttúrunni og breytast.“

Erna Kristín segir að hún ræði þessi mál oft við ungmenni í fermingarfræðslu. 

„Það er eins og við séum ekki lengur hluti af sköpuninni heldur séum eins konar plast fyrirbæri. Það er eðlilegt að húðin okkar breytist og við eldumst og við séum í takt við það að við .“

Skaðlegar hugsanir

Nefnir hún sem dæmi það að vilja líta út eins og unglingur þegar maður er orðinn mun eldri. 

„Það er búið að rugla í okkur svo lengi að maður er hættur að sjá hversu skrítið og skaðlegt þetta er í rauninni.“

Hún segir að breyttar myndir séu alls staðar í dag og stúlkur niður í fimm ára aldur séu byrjaðar að hafna líkamanum sínum út af skaðlegum staðalímyndum. 

„Maður fær mikinn sting í hjartað.“

Umræðuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.