Snör handtök og fljótir fætur vegna leiðtogafundar Heimir Már Pétursson skrifar 31. ágúst 2022 20:02 Mikhail Gorbachev þá nýkjörinn leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna hittust fyrst á leiðtogafundi í Genf í Sviss í nóvember 1985, eða rétt um ári áður en þeir áttu fundinn í Höfða. AP/ Íslendingar þurftu að hafa snör handtök og fljóta fætur þegar embætti forseta Bandaríkjanna óskaði eftir því að leiðtogafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs yrði haldinn á Íslandi innan örfárra daga. Atburður af þessari stærðargráðu hafði þá aldrei átt sér stað á Íslandi áður. Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og var staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þegar hann heyrði fyrst af áætluðum leiðtogafundi í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson er eini ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1986 sem enn er á lífi. Hann varð vitni að því þegar Ronald Reagan tilkynnti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík.Stöð 2/Egill „Og Steingrímur Hermansson forsætisráðherra hringdi til mín snemma morguns, fyrir allar aldir, og sagði mér að hann hefði þá nýlokið við að tala við bandaríska sendiherrann sem hefði farið fram á að þessi fundur yrði haldinn hér,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur hafi tekið fram að þessu myndi fylgja kostnaður en allir verið sammála um að grípa þetta mikilvæga tækifæri. Í flýti þurfti að koma upp alþjóðlegri fréttamannamiðstöð af stærðargráðu sem Íslendingar höfðu aldrei kynnts áður. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var þá í guðfræðinámi og var ein margra sem kölluð var til leiks. „Ég átti að vera titlaður starfsmannastjóri og ég hringdi bókstaflega í alla vini mína sem kunnu einhver tungumál og ég treysti til að vinna í þessu,“ segir Adda Steina enda von á fjölmiðafólki frá flestum ríkjum veraldar. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var ungur háskólanemi þegar hún var kölluð til að vera starfsmannastjóri alþjóðlegrar fjölmiðlamiðstöðvar vegna leiðtogafundarins.Stöð 2/Egill Þorsteinn segir fundinn hafa kallað á mikið skipulag og öryggisgæslu. „Það voru sett bráðabirgðalög og hús hér í nágrenni Höfða voru tekin leigunámi af öryggisástæðum. Hótelherbergi voru tekin leigunámi,“ segir Þorsteinn til að tryggja að sendinefndir leiðtoganna fengju gistingu. Þá voru heilu íbúðirnar leigðar af fjölmiðlum. Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs var sérstakur fyrir margra hluta sakir. Ekki hvað síst fyrir það að ekki var algengt að forseti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sætu tveir saman á fundi en það gerðu þeir einmitt í Höfða. Gorbachev sat þar sem fréttamaður situr nú og Reagan beint á móti honum hinum megin við borðið og túlkarnir sitt hvoru megin til hliðar. Það var við þetta borð sem næstum því tókst að semja um eyðingu allra kjarnorkuvopna stórveldanna. Aðstoðarmenn leiðtoganna hafa lýst því í bókum og viðtölum hvernig hvert einasta horn í Höfða var notað til fundarhalda. Uppköst að tillögum hafi jafnvel verið skrifuð við þröngan kost inni á salernum hússins. Augu alheimsins beindust að Höfða og erlendar sjónvarpsstöðvar héldu uppi stöðugum beinum útsendingum héðan og þaðan um borgina. Adda Steina segir að hamgangurinn í fjölmiðlum hafi verið töluverður þegar starfsmenn fjölmiðlamiðstöðvarinnar reyndu eftir bestu getu að verða við óskum þeirra um aðgang að leiðtogunum. Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty „Og þeir urðu svo reiðir blaðamennirnir að þeir réðust á okkur starfsmennina. Ég man eftir því að einn var tekinn nánast hálstaki og dreginn út í horn og sagt, ég skal bara útskýra fyrir þér hvernig þetta á að vera,“ segir Adda Steina. Þarna hafi Íslendingar lært þær reglur sem gildi þegar hópur fjölmiðla getur aðeins valið einn ljósmyndara og einn myndatökumann sem fulltrúa sinn á viðburðum Gorbachev heimsótti Ísland aftur á tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins árið 2006. Hann lék á alsoddi við komuna til landsins og var sáttur við sinn hlut í þessum sögufræga fundi. Þórir Guðmundsson fréttamaður tók viðtal við hann að þessu tilefni sem sjá má hér fyrir neðan ásamt viðtölunum við Þorstein Pálsson og Öddu Steinu Björnsdóttur frá því dag í heild sinni. Klippa: Gorbatsjov í Kompás Leiðtogafundurinn í Höfða Rússland Bandaríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Ronald Reagan Sovétríkin Reykjavík Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og var staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þegar hann heyrði fyrst af áætluðum leiðtogafundi í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson er eini ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1986 sem enn er á lífi. Hann varð vitni að því þegar Ronald Reagan tilkynnti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík.Stöð 2/Egill „Og Steingrímur Hermansson forsætisráðherra hringdi til mín snemma morguns, fyrir allar aldir, og sagði mér að hann hefði þá nýlokið við að tala við bandaríska sendiherrann sem hefði farið fram á að þessi fundur yrði haldinn hér,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur hafi tekið fram að þessu myndi fylgja kostnaður en allir verið sammála um að grípa þetta mikilvæga tækifæri. Í flýti þurfti að koma upp alþjóðlegri fréttamannamiðstöð af stærðargráðu sem Íslendingar höfðu aldrei kynnts áður. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var þá í guðfræðinámi og var ein margra sem kölluð var til leiks. „Ég átti að vera titlaður starfsmannastjóri og ég hringdi bókstaflega í alla vini mína sem kunnu einhver tungumál og ég treysti til að vinna í þessu,“ segir Adda Steina enda von á fjölmiðafólki frá flestum ríkjum veraldar. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var ungur háskólanemi þegar hún var kölluð til að vera starfsmannastjóri alþjóðlegrar fjölmiðlamiðstöðvar vegna leiðtogafundarins.Stöð 2/Egill Þorsteinn segir fundinn hafa kallað á mikið skipulag og öryggisgæslu. „Það voru sett bráðabirgðalög og hús hér í nágrenni Höfða voru tekin leigunámi af öryggisástæðum. Hótelherbergi voru tekin leigunámi,“ segir Þorsteinn til að tryggja að sendinefndir leiðtoganna fengju gistingu. Þá voru heilu íbúðirnar leigðar af fjölmiðlum. Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs var sérstakur fyrir margra hluta sakir. Ekki hvað síst fyrir það að ekki var algengt að forseti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sætu tveir saman á fundi en það gerðu þeir einmitt í Höfða. Gorbachev sat þar sem fréttamaður situr nú og Reagan beint á móti honum hinum megin við borðið og túlkarnir sitt hvoru megin til hliðar. Það var við þetta borð sem næstum því tókst að semja um eyðingu allra kjarnorkuvopna stórveldanna. Aðstoðarmenn leiðtoganna hafa lýst því í bókum og viðtölum hvernig hvert einasta horn í Höfða var notað til fundarhalda. Uppköst að tillögum hafi jafnvel verið skrifuð við þröngan kost inni á salernum hússins. Augu alheimsins beindust að Höfða og erlendar sjónvarpsstöðvar héldu uppi stöðugum beinum útsendingum héðan og þaðan um borgina. Adda Steina segir að hamgangurinn í fjölmiðlum hafi verið töluverður þegar starfsmenn fjölmiðlamiðstöðvarinnar reyndu eftir bestu getu að verða við óskum þeirra um aðgang að leiðtogunum. Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty „Og þeir urðu svo reiðir blaðamennirnir að þeir réðust á okkur starfsmennina. Ég man eftir því að einn var tekinn nánast hálstaki og dreginn út í horn og sagt, ég skal bara útskýra fyrir þér hvernig þetta á að vera,“ segir Adda Steina. Þarna hafi Íslendingar lært þær reglur sem gildi þegar hópur fjölmiðla getur aðeins valið einn ljósmyndara og einn myndatökumann sem fulltrúa sinn á viðburðum Gorbachev heimsótti Ísland aftur á tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins árið 2006. Hann lék á alsoddi við komuna til landsins og var sáttur við sinn hlut í þessum sögufræga fundi. Þórir Guðmundsson fréttamaður tók viðtal við hann að þessu tilefni sem sjá má hér fyrir neðan ásamt viðtölunum við Þorstein Pálsson og Öddu Steinu Björnsdóttur frá því dag í heild sinni. Klippa: Gorbatsjov í Kompás
Leiðtogafundurinn í Höfða Rússland Bandaríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Ronald Reagan Sovétríkin Reykjavík Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46