Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Lækkun verðbólgunnar, ráðning þjóðminjavarðar, og gagnárás Úkraínumanna verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Seðlabankastjóri segir lækkun verðbólgu í takt við áætlanir og væntingar. Hann er nýkomin heim af ársfundi seðlabankastjóra og fjármálasérfræðinga í Jackson Hole í Bandaríkjunum.

Kári Kárason, maðurinn sem varð fyrir skotárás á Blönduósi 21. ágúst síðastliðinn, hefur verið yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Lilja Alfreðsdóttir hafnar gagnrýni á ráðningu þjóðminjavarðar. Hún hafi einfaldlega verið að nýta lagaákvæði sem sé til staðar.

Friðrik Jónsson, formaður BHM, hefur fengið viðræðuumboð allra formanna aðildarfélaga bandalagsins og segist vilja setjast að samningaborðinu sem fyrst til að reyna að koma böndum á tvöfaldan kaupmáttarbruna verðbólgu og vaxtahækkana.

BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson-héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×