Viðbragðsáætlun hefði legið fyrir í FSu ef ráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2022 20:31 Sólborg Guðbrandsdóttir fer fljótlega á fund með mennta- og barnamálaráðherra. vísir Viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála hefði legið fyrir í Fjölbrautaskóla Suðurlands ef menntamálaráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum sem unnar voru á síðasta ári. Þetta segir formaður starfshóps sem vann skýrsluna og telur miður að hún hafi endað í skúffu ráðuneytisins. Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sögðust um helgina vera ósáttir við hvernig stjórnendur tóku á meintu kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Meintur gerandi í málinu fékk upphaflega fjögurra daga brottvísun frá skólanum og hvatti skólameistari nemendur til að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Sólborg Guðbrandsdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Í þeim var meðal annars lagt til að kynfræðsla yrði gerð að skyldufagi og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála ætti að liggja fyrir í öllum skólum landsins. „Miðað við viðbragðsáætlanir sem eru til í grunnskólum varðandi einelti, andlegt- og líkamlegt ofbeldi að þá þyrftu líka að vera til viðbragðsáætlanir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég veit ekki hvort það séu til áætlanir í einhverjum skólum, eflaust, en því miður á það alls ekki við um alla skóla og það er eitthvað sem verður að breyta,“ sagði Sólborg. Starfshópurinn lagði til að ráðuneytið myndi innleiða skýrsluna að mestu haustið 2021. „Og hvöttum þá einnig til að grunn- og framhaldsskólar væru búnir að innleiða þessar skýrslur í skólakerfið sitt haustið 2022. Þannig í málum eins og hafa verið að koma upp núna þá hefðu skólar átt að vera með þessar viðbragðsáætlanir til staðar ef ráðuneytið hefði í kjölfarið unnið þessa vinnu sem okkur var sagt að yrði unnin.“ Ekki nóg að boða til fundar, aðgerðir verði að fylgja Sólborg segist hafa óttast það frá upphafi að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins en segir að þáverandi ráðherra hafi fullvissað Sólborgu um að skýrslunni yrði framfylgt. Því sé það sorgleg staðreynd að nú rúmu ári seinna hafi lítið sem ekkert gerst. Ásmundur Einar Daðason, núverandi barnamálaráðherra hafði samband við Sólborgu í morgun og óskaði eftir fundi með henni um viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis. „En það að óska eftir fundi er eitt, en svo að raunverulega gera eitthvað í framhaldinu er annað þannig við verum bara að bíða og sjá hverju þessi fundur skilar.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sögðust um helgina vera ósáttir við hvernig stjórnendur tóku á meintu kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Meintur gerandi í málinu fékk upphaflega fjögurra daga brottvísun frá skólanum og hvatti skólameistari nemendur til að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Sólborg Guðbrandsdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Í þeim var meðal annars lagt til að kynfræðsla yrði gerð að skyldufagi og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála ætti að liggja fyrir í öllum skólum landsins. „Miðað við viðbragðsáætlanir sem eru til í grunnskólum varðandi einelti, andlegt- og líkamlegt ofbeldi að þá þyrftu líka að vera til viðbragðsáætlanir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég veit ekki hvort það séu til áætlanir í einhverjum skólum, eflaust, en því miður á það alls ekki við um alla skóla og það er eitthvað sem verður að breyta,“ sagði Sólborg. Starfshópurinn lagði til að ráðuneytið myndi innleiða skýrsluna að mestu haustið 2021. „Og hvöttum þá einnig til að grunn- og framhaldsskólar væru búnir að innleiða þessar skýrslur í skólakerfið sitt haustið 2022. Þannig í málum eins og hafa verið að koma upp núna þá hefðu skólar átt að vera með þessar viðbragðsáætlanir til staðar ef ráðuneytið hefði í kjölfarið unnið þessa vinnu sem okkur var sagt að yrði unnin.“ Ekki nóg að boða til fundar, aðgerðir verði að fylgja Sólborg segist hafa óttast það frá upphafi að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins en segir að þáverandi ráðherra hafi fullvissað Sólborgu um að skýrslunni yrði framfylgt. Því sé það sorgleg staðreynd að nú rúmu ári seinna hafi lítið sem ekkert gerst. Ásmundur Einar Daðason, núverandi barnamálaráðherra hafði samband við Sólborgu í morgun og óskaði eftir fundi með henni um viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis. „En það að óska eftir fundi er eitt, en svo að raunverulega gera eitthvað í framhaldinu er annað þannig við verum bara að bíða og sjá hverju þessi fundur skilar.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira