Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2022 12:16 Hanna Björg Vilhjámsdóttir segir að KSÍ hafi ekki gert nóg í jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum á þessu ári sem hefur liðið síðan Guðni Bergsson sagði af sér formennsku. vísir Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Í ítarlegri umfjöllun á Vísi er því velt upp hvað KSÍ hafi raunverulega gert í málum sambandsins á þessu ári sem hefur liðið. Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ tók við embættinu sagði hún að hreyfingin þyrfti að standa sig betur í þessum málum. Stjórn KSÍ samþykkti nýverið viðbragðsáætlun þar sem segir að þegar mál eru til meðferðar vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta er eina breytingin sem sambandið hefur tilkynnt um frá því að málið kom upp fyrir ári síðan. Heildaráætlun virðist ekki liggja fyrir. Nefnd skipuð af ÍSÍ hefur sagt forgangsmál að klára forvarnaráætlun hjá sambandinu, en ljúka átti þeirri vinnu í apríl í fyrra. KSÍ hefur ekki uppfært siðareglur sínar, en í þeim er ekki minnst á ofbeldi. Þá hefur verið kallað eftir því að skýrt verði kveðið á um ofbeldismál í samningum við starfsfólk og leikmenn. Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, var hávær í umræðu um sambandið fyrir ári síðan, en hún segir að KSÍ hafi ekki gert nóg. „Nei bara alls ekki. Það er eitthvað búið að gera veit ég, en í stóra samhenginu er það bara engan veginn nóg. Það er mjög jákvætt að Vanda sé á þessum stað en hún gerir ekkert ein. Hún þarf að hafa hreyfinguna á bakvið sig og ég er ekki viss um að það sé almennur áhugi í hreyfingunni fyrir jafnréttismálum eða ofbeldisforvörnum.“ Skorti fræðslu Hún segir að ef áhugi væri fyrir jafnréttismálum í hreyfingunni væri búið að gera meira. Mikilvægt sé að koma á fræðslu fyrir þjálfara. „Þjálfarar gegna svo miklu hlutverki, þeir þurfa góða og vandaða menntun og fræðslu þannig að þeir geti verið með jákvæð skilaboð og alið upp svolítið jákvæðar hugmyndir, karlmennskuhugmyndir og valdefla stelpurnar, þetta held ég að sé rosalega mikilvægt.“ KSÍ Jafnréttismál Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Í ítarlegri umfjöllun á Vísi er því velt upp hvað KSÍ hafi raunverulega gert í málum sambandsins á þessu ári sem hefur liðið. Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ tók við embættinu sagði hún að hreyfingin þyrfti að standa sig betur í þessum málum. Stjórn KSÍ samþykkti nýverið viðbragðsáætlun þar sem segir að þegar mál eru til meðferðar vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta er eina breytingin sem sambandið hefur tilkynnt um frá því að málið kom upp fyrir ári síðan. Heildaráætlun virðist ekki liggja fyrir. Nefnd skipuð af ÍSÍ hefur sagt forgangsmál að klára forvarnaráætlun hjá sambandinu, en ljúka átti þeirri vinnu í apríl í fyrra. KSÍ hefur ekki uppfært siðareglur sínar, en í þeim er ekki minnst á ofbeldi. Þá hefur verið kallað eftir því að skýrt verði kveðið á um ofbeldismál í samningum við starfsfólk og leikmenn. Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, var hávær í umræðu um sambandið fyrir ári síðan, en hún segir að KSÍ hafi ekki gert nóg. „Nei bara alls ekki. Það er eitthvað búið að gera veit ég, en í stóra samhenginu er það bara engan veginn nóg. Það er mjög jákvætt að Vanda sé á þessum stað en hún gerir ekkert ein. Hún þarf að hafa hreyfinguna á bakvið sig og ég er ekki viss um að það sé almennur áhugi í hreyfingunni fyrir jafnréttismálum eða ofbeldisforvörnum.“ Skorti fræðslu Hún segir að ef áhugi væri fyrir jafnréttismálum í hreyfingunni væri búið að gera meira. Mikilvægt sé að koma á fræðslu fyrir þjálfara. „Þjálfarar gegna svo miklu hlutverki, þeir þurfa góða og vandaða menntun og fræðslu þannig að þeir geti verið með jákvæð skilaboð og alið upp svolítið jákvæðar hugmyndir, karlmennskuhugmyndir og valdefla stelpurnar, þetta held ég að sé rosalega mikilvægt.“
KSÍ Jafnréttismál Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35
Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31