Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2022 20:08 Þessi mynd er frá því þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var hér á landi árið 2019. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. Þarna hafa forsetar og utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna verið á ferð, auk fylgdarliðs þeirra. Egils Levits, forseti Lettlands, og Andra Levite, eiginkona hans, Gitanas Nausėda, forseti Litháens og Diana Nausėdienė, eiginkona hans, og Alar Karis, forseti Eistlands, og Sirje Karis, eiginkona hans, koma til landsins í dag. Með þeim voru þeir Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens. Borgarstjórar Tallinn, Riga og Vilnius eru einnig staddir á landinu. Þau eru á Íslandi til að taka þátt í hátíðardagskrá til að marka það að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Íslandi hafi tekið upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú en Ísland varð fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra þann 26. ágúst 1991, eftir fall Sovétríkjanna. Hátíðarhöldin hófust í Alþingishúsinu seinni partinn en þar tók Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á móti þjóðhöfðingjunum og kynnti sögu Alþingis fyrir þeim. Forsetinn bauð þeim svo á Bessastaði til hátíðarkvöldverðar. Á morgun verður svo hátíðarsamkoma í Höfða verður dagskrá út daginn. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Eistland Lettland Litháen Íslandsvinir Reykjavík Tengdar fréttir Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen. 11. ágúst 2022 11:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Þarna hafa forsetar og utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna verið á ferð, auk fylgdarliðs þeirra. Egils Levits, forseti Lettlands, og Andra Levite, eiginkona hans, Gitanas Nausėda, forseti Litháens og Diana Nausėdienė, eiginkona hans, og Alar Karis, forseti Eistlands, og Sirje Karis, eiginkona hans, koma til landsins í dag. Með þeim voru þeir Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens. Borgarstjórar Tallinn, Riga og Vilnius eru einnig staddir á landinu. Þau eru á Íslandi til að taka þátt í hátíðardagskrá til að marka það að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Íslandi hafi tekið upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú en Ísland varð fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra þann 26. ágúst 1991, eftir fall Sovétríkjanna. Hátíðarhöldin hófust í Alþingishúsinu seinni partinn en þar tók Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á móti þjóðhöfðingjunum og kynnti sögu Alþingis fyrir þeim. Forsetinn bauð þeim svo á Bessastaði til hátíðarkvöldverðar. Á morgun verður svo hátíðarsamkoma í Höfða verður dagskrá út daginn. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Eistland Lettland Litháen Íslandsvinir Reykjavík Tengdar fréttir Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen. 11. ágúst 2022 11:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30
Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen. 11. ágúst 2022 11:51