Ósáttur að rannsóknin heyri undir annað embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 21:43 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag. Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag.
Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25
„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49