Ósáttur að rannsóknin heyri undir annað embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 21:43 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag. Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag.
Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25
„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49