Segir Seðlabankann refsa með svipu í aðdraganda kjarasamninga Margrét Helga Erlingsdóttir og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 24. ágúst 2022 14:54 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stýrivaxtahækkanir Seðlabankans með öllu glórulausar. „Hvernig Seðlabankinn er refsar verkalýðshreyfingunni og notar einhverja svipu í aðdraganda kjarasamninga. Það er alveg ljóst að bara hækkun á afborgunum á venjulegu húsnæðisláni hefur nánast étið upp allan þann ávinning síðustu ára sem við höfum náð í kaupmætti og ofan á það bætast síðan verðlagshækkanir.“ Stýrivextir Seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð - og í þetta skiptið fóru þeir úr 4,75% upp í 5,5%. Vextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir þetta gert til að koma í veg fyrir „ofþenslu og æsing í kerfinu.“ Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hafa birt kröfugerð sína gagnvart Samtökum atvinnulífsins fyrir komandi kjarasamningslotu. Félögin gera meðal annars kröfu um fjögurra daga vinnuviku, 30 daga orlofsrétt og að áunnin réttindi færist óskert milli atvinnurekenda, meðal annars veikinda- og orlofsréttur. Sjá nánar: VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Í kröfugerðinni segir um launaliðinn að meginmarkmiðið sé að verja þann árangur sem náðist í síðustu kjarasamningum fyrir þá sem eru með lægstu laun en jafnframt að tryggja að allt launafólk fái notið jafnræðis þegar kemur að launahækkunum. Aukinn kaupmáttur ráðstöfunartekna liggi til grundvallar launakröfum félaganna og að lágmarkslaun eigi að duga til framfærslu. Ragnar segir kröfuna er varðar launaliðinn vera skýra. „Það er bara krafa okkar félagsmanna um kaupmáttaraukningu. Það hlýtur að gefa augaleið hvað það þýðir í 10% verðbólgu. Við getum ekki gefið afslátt af virði okkar vinnu á meðan Seðlabankinn og fjármagnseigendur gera kröfur á það að sínir fjármunir haldi verðgildi sínu í sömu verðbólgu.“ Hann segir kröfugerðina njóta mikils stuðnings - forsvarsmenn félaganna hafi skýrt umboð félagsmanna. Hvað varðar forgangsröðun segir hann félögin munu sækja það hart að halda áfram styttingu vinnuvikunnar og þá muni þau einnig krefjast sama orlofsréttar og opinberir starfsmenn sömdu um, það er að segja 30 daga. Þegar Ragnar var spurður út í aðkomu stjórnvalda segir hann að Seðlabankinn sé honum efst í huga. Félögin geri kröfu um eðlilegt vaxtastig og verðlagsfrystingu í ákveðnum vöruflokkum. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kveðst sjaldan hafa verið eins bjartsýnn í upphafi kjarasamningslotu. Í kröfugerðum sé þó að finna ítrustu kröfur stéttarfélaga og að þær beri að skoða í því ljósi. „Til langs tíma er hins vegar margt í kröfugerðunum sem við höfum móttekið sem er ekki endilega fjarlægt þeirri mynd sem við hjá samtökum atvinnulífsins viljum sjá. En spurningin er hvernig okkur tekst núna á næstu vikum að mála þá mynd í sameiningu með verkalýðshreyfingunni.“ Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 „Svört verðbólguspá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 24. ágúst 2022 13:18 Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. 24. ágúst 2022 08:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Hvernig Seðlabankinn er refsar verkalýðshreyfingunni og notar einhverja svipu í aðdraganda kjarasamninga. Það er alveg ljóst að bara hækkun á afborgunum á venjulegu húsnæðisláni hefur nánast étið upp allan þann ávinning síðustu ára sem við höfum náð í kaupmætti og ofan á það bætast síðan verðlagshækkanir.“ Stýrivextir Seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð - og í þetta skiptið fóru þeir úr 4,75% upp í 5,5%. Vextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir þetta gert til að koma í veg fyrir „ofþenslu og æsing í kerfinu.“ Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hafa birt kröfugerð sína gagnvart Samtökum atvinnulífsins fyrir komandi kjarasamningslotu. Félögin gera meðal annars kröfu um fjögurra daga vinnuviku, 30 daga orlofsrétt og að áunnin réttindi færist óskert milli atvinnurekenda, meðal annars veikinda- og orlofsréttur. Sjá nánar: VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Í kröfugerðinni segir um launaliðinn að meginmarkmiðið sé að verja þann árangur sem náðist í síðustu kjarasamningum fyrir þá sem eru með lægstu laun en jafnframt að tryggja að allt launafólk fái notið jafnræðis þegar kemur að launahækkunum. Aukinn kaupmáttur ráðstöfunartekna liggi til grundvallar launakröfum félaganna og að lágmarkslaun eigi að duga til framfærslu. Ragnar segir kröfuna er varðar launaliðinn vera skýra. „Það er bara krafa okkar félagsmanna um kaupmáttaraukningu. Það hlýtur að gefa augaleið hvað það þýðir í 10% verðbólgu. Við getum ekki gefið afslátt af virði okkar vinnu á meðan Seðlabankinn og fjármagnseigendur gera kröfur á það að sínir fjármunir haldi verðgildi sínu í sömu verðbólgu.“ Hann segir kröfugerðina njóta mikils stuðnings - forsvarsmenn félaganna hafi skýrt umboð félagsmanna. Hvað varðar forgangsröðun segir hann félögin munu sækja það hart að halda áfram styttingu vinnuvikunnar og þá muni þau einnig krefjast sama orlofsréttar og opinberir starfsmenn sömdu um, það er að segja 30 daga. Þegar Ragnar var spurður út í aðkomu stjórnvalda segir hann að Seðlabankinn sé honum efst í huga. Félögin geri kröfu um eðlilegt vaxtastig og verðlagsfrystingu í ákveðnum vöruflokkum. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kveðst sjaldan hafa verið eins bjartsýnn í upphafi kjarasamningslotu. Í kröfugerðum sé þó að finna ítrustu kröfur stéttarfélaga og að þær beri að skoða í því ljósi. „Til langs tíma er hins vegar margt í kröfugerðunum sem við höfum móttekið sem er ekki endilega fjarlægt þeirri mynd sem við hjá samtökum atvinnulífsins viljum sjá. En spurningin er hvernig okkur tekst núna á næstu vikum að mála þá mynd í sameiningu með verkalýðshreyfingunni.“
Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 „Svört verðbólguspá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 24. ágúst 2022 13:18 Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. 24. ágúst 2022 08:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03
„Svört verðbólguspá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 24. ágúst 2022 13:18
Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. 24. ágúst 2022 08:32