Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Jakob Bjarnar skrifar 22. ágúst 2022 11:35 Svo virðist sem óbreyttur borgari sem átti leið hjá hafi skorist í leikinn og komið í veg fyrir að frekara líkamstjón yrði. Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira