Innlent

Gríðar­legar tafir milli Hvera­gerðis og Sel­foss

Árni Sæberg skrifar
Suðurlandsvegur er stíflaður til austurs.
Suðurlandsvegur er stíflaður til austurs. Vísir/Vilhelm

Miklar umferðartafir eru Suðurlandsvegi til austurs milli Hveragerðis og Selfoss. Umferð um Biskupstungnabraut er ljósastýrð vegna vegavinnu og hefur áhrif á umferð um Suðurlandsveg.

Ökumaður segir í samtali við Vísi að hann hafi setið svo gott sem fastur á milli Hveragerðis og Selfoss í minnst hálfa klukkustund. Bíll sé við bíl og umferðin hreyfist á hraða snigilsins.

Bíll er við bíl á leiðinni austur. Þessi mynd er tekin um klukkan 19.Ágústa Valsdóttir

Starfsmaður Vegagerðarinnar segir í samtali við Vísi að töfin orsakist af vegavinnu á Biskupstungnabraut. Vegagerðin greindi frá því að umferð um brautina yrði ljósastýrð.

Íbúar á Selfossi hafa greint frá því á íbúahóp á Facebook að bílaröðin nái alla leið til Hveragerðis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×