Ökumaður segir í samtali við Vísi að hann hafi setið svo gott sem fastur á milli Hveragerðis og Selfoss í minnst hálfa klukkustund. Bíll sé við bíl og umferðin hreyfist á hraða snigilsins.

Starfsmaður Vegagerðarinnar segir í samtali við Vísi að töfin orsakist af vegavinnu á Biskupstungnabraut. Vegagerðin greindi frá því að umferð um brautina yrði ljósastýrð.
Suðurland: Vegna vegavinnu á Biskupstungnabraut er umferðarstýring með ljósum og geta því myndast tafir. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 19, 2022
Íbúar á Selfossi hafa greint frá því á íbúahóp á Facebook að bílaröðin nái alla leið til Hveragerðis.