Innlent

Máli Sverris gegn Sindra vísað frá Landsrétti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sverrir höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna ummæla sem hann lét falla um hann á samfélagsmiðlum.
Sverrir höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna ummæla sem hann lét falla um hann á samfélagsmiðlum. Vísir

Landsréttur hefur vísað frá meiðyrðamáli Sverris Einars Eiríkssonar gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni. Sverrir reiddi ekki fram málskostnaðartryggingu vegna áfrýjunarinnar.

Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem hann lét falla um hann á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter.

Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal við meðlimi baráttuhópsins Öfga.

Héraðsdómur sýknaði Sindra af kröfu Sverris í apríl á þessu ári en Vísir fjallaði ítarlega um málið. Sverrir áfrýjaði málinu til Landsréttar í byrjun maí-mánaðar. Sagði hann þá í samtali við Vísi að hann gæti ekki unað niðurstöðu Héraðsdóms.

Í úrskurði Landsréttar frá því í gær í málinu kemur fram að Sindri hafi skömmu síðar farið fram á að Sverrir reiddi fram eina milljón króna í tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu. Í sumar úrskurðaði Landsréttur að Sverri yrði gert að reiða fram trygginguna.

Í úrskurði Landsréttar kemur hins vegar fram að það hafi Sverrir ekki gert. Því var málinu vísað frá Landsrétti. Þarf Sverrir að greiða Sindra þrjú hundruð þúsund krónur í málskostnað vegna málsins.


Tengdar fréttir

Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.